Áramótakveðja - Hjartans þakkir
Krabbameinsfélagið og aðildarfélög senda þér og þínum hátíðarkveðjur með innilegum þökkum fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða. Okkur langar að gefa innsýn í þau fjölbreyttu verkefni sem stuðningur almennings og fyrirtækja gerir okkur kleift að sinna.
Krabbameinsfélagið og aðildarfélög senda þér og þínum hátíðarkveðjur með innilegum þökkum fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða. Með stuðningi Velunnara félagsins (mánaðarlegra styrktaraðila), almennings og fyrirtækja hefur félagið getað veitt fólki með krabbamein og aðstandendum ráðgjöf og stuðning sem hefur skipt sköpum. Félagið hefur beitt sér fyrir hagsmunamálum sem koma til með að hafa mikil áhrif til framtíðar, sinnt öflugu forvarnarstarfi gegn krabbameinum og gert fjölda vísindafólks mögulegt að stunda krabbameinsrannsóknir hér á landi með öflugum styrkjum. Hér er margt ótalið en fjölbreytt starf félagsins er nánast alfarið rekið fyrir stuðning almennings og fyrirtækja. Ykkar stuðningur gerir okkur kleift að vinna að því alla daga að færri fái krabbamein, fleiri læknist, lifi lengi og njóti lífsins – með og eftir krabbamein.
Í áramótakveðju félagsins langar okkur að gefa innsýn í þau fjölbreyttu verkefni sem stuðningur almennings og fyrirtækja gerir okkur kleift að sinna.
Starfið hefur verið farsælt á árinu en við viljum, með þínum stuðningi, gera enn betur á nýju ári, því lífið liggur við. Með kærri þökk fyrir ómetanlegan stuðning á árinu og ósk um gleðilegt nýtt ár.
Stjórn og starfsfólk Krabbameinsfélagsins