Beint í efni

Þátt­taka er byggð á sam­þykki

Til þess að Notendaráð Krabbameinsfélagsins geti náð framangreindum tilgangi sínum þarf félagið að vinna með þær persónuupplýsingar sem þátttakendur í ráðinu veita um sig. 

Til þess að Notendaráð Krabbameinsfélagsins geti náð framangreindum tilgangi sínum þarf félagið að vinna með þær persónuupplýsingar sem þátttakendur í ráðinu veita um sig. Því óskar félagið hér með eftir samþykki þínu fyrir því að Krabbameinsfélagið megi geyma og nýta upplýsingar frá þér. Þetta á að sjálfsögðu aðeins við um þær upplýsingar sem þú gefur okkur þegar þú skráir þig í ráðið og svör þín við þeim spurningum eða könnunum sem félagið sendir þér.

Með samþykki þínu gefurðu Krabbameinsfélaginu leyfi til að senda þér spurningar og kannanir. Þú velur að sjálfsögðu sjálf/ur hvort og hverju þú svarar eða tekur þátt í. Samþykki þitt felur einnig í sér leyfi á notkun svara þinna í skýrslum, greinargerðum, úttektum eða því um líku en alltaf nafnlaust.

Allar persónuupplýsingar eru trúnaðarupplýsingar og félagið vinnur með þær og varðveitir samkvæmt gildandi persónuverndarlögum.

Persónugreinanlegar upplýsingar sem Krabbameinsfélagið fær þegar þú skráir þig í Notendaráðið og þegar þú svarar erindum frá félaginu er einungis unnið með af hálfu Krabbameinsfélagsins, þ.e. af félaginu og vinnsluaðila þess en aðrir aðilar fá aldrei aðgang eða afnot af þeim. Félagið kann að nýta þær í hagsmunagæslu sinni en alltaf nafnlaust, með ópersónugreinanlegum hætti. Þegar við nýtum þínar persónuupplýsingar, þá er það einungis gert á grundvelli þessa samþykkis þíns í samræmi við 1. tl. 9. og eftir atvikum 1. tl. 1. mgr. 11. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga 90/2018.

Þú getur alltaf haft samband ef þú vilt spyrja út í notkun og geymslu upplýsinga frá þér með því að senda tölvupóst á notendarad@krabb.is.

  • Ég hef lesið upplýsingablað um vinnslu persónuupplýsinga vegna Notendaráðs Krabbameinsfélagsins og persónuverndarstefnu félagsins (einkum grein „Þátttakendur í Notendaráði“) um hvernig Krabbameinsfélagið meðhöndlar mínar upplýsingar þegar ég tek þátt í Notendaráðinu.
  • Ég samþykki að Krabbameinsfélagið vinni með þær upplýsingar sem ég læt af hendi í tengslum við þátttöku mína í Notendaráði Krabbameinsfélagsins út frá ofangreindum upplýsingum.

Þú skráir þig í Notendaráðið til allt að þriggja ára í senn. Eftir þrjú ár frá stofnun ráðsins lýkur það störfum og öllum persónuupplýsingum um þig og aðra þátttakendur verður eytt. Áframhaldandi þátttaka í Notendaráðinu krefst endurskráningar í nýtt Notendaráð.

Þú getur haft samband við Krabbameinsfélagið hvenær sem er til að skrá þig úr Notendaráðinu, hvort sem þú vilt hætta eða óskar eftir að upplýsingum um þig verði eytt. Þetta gerir þú með því að senda tölvupóst á notendarad@krabb.is. Þér er líka velkomið að hafa samband við okkur ef þú ert með einhverjar spurningar varðandi skráninguna.