Hönnunarviðburður
As We Grow hönnuðir Mottumarssokkana í ár standa fyrir Mottumarsviðburði í verslun sinni að Klapparstíg 29, föstudaginn 15. mars kl. 17:00-19:00. Öll velkomin.
As We Grow hönnuðir Mottumarssokkana í ár standa fyrir Mottumarsviðburði í verslun sinni að Klapparstíg 29, föstudaginn 15. mars kl. 17:00-19:00. Öll velkomin.
Við erum hæstánægð með þetta vel heppnaða samstarf og blásum til fagnaðar í tilefni þess. Gestum verður boðið upp á ljúfa tóna og léttar veitingar og að sjálfsögðu verða glæsilegu Mottumarssokkarnir til sölu á staðnum.
Hönnun sokkanna byggir á Mottumarsskegginu sem hefur í ár tekið á sig abstrakt yfirbragð og myndar glaðlegt símynstur í hinu hefðbundna litaþema átaksins. Símynstrið vísar í þá staðreynd að einn af hverjum þremur karlmönnum greinist einvhern tímann á lífsleiðinni með krabbamein.
Allur ágóði af sölu Mottumarssokkana rennur til starfsemi Krabbameinsfélagsins, sjá nánari upplýsingar hér.
"Kallaútkall - Öll hreyfing gerir gagn"
Hlökkum til að sjá ykkur!
Sjá nánari upplýsingar hér í Facebookviðburði As We Grow.