Beint í efni

„Ekki humma fram af þér heils­una“ hlaut þrjá Lúðra

Við erum stolt og hrærð yfir þessum flotta árangri og full þakklætis í garð þeirra ótalmörgu sem leggjast á árarnar í glímunni við krabbamein karla í Mottumars ár hvert. Alls hreppti herferðin „Ekki humma fram af þér heilsuna“ verðlaun í þremur flokkum; besta sjónvarpsauglýsing í flokki almannaheilla, besta herferð í flokki almannaheilla og loks besta innsendingin í opnum flokki almannaheilla.

Mottumarsherferð síðasta árs var sigursæl á hinum árlegu auglýsingaverðlaunum, Lúðrinum, sem fram fór 1. mars síðast liðinn. Alls hreppti herferðin „Ekki humma fram af þér heilsuna“ verðlaun í þremur flokkum; besta sjónvarpsauglýsing í flokki almannaheilla, besta herferð í flokki almannaheilla og loks besta innsendingin í opnum flokki almannaheilla. Það er óhætt að segja að þetta hafi verið punkturinn yfir i-ið hjá herferð sem var bæði verulega árangursrík og féll vel í kramið hjá þjóðinni í mars í fyrra. 

Við viljum þakka sérstaklega auglýsingastofuna TVIST sem vann að þessu mikilvæga verkefni með okkur kærlega fyrir samstarfið og Republik Film Productions sem vann auglýsinguna. Þessum aðilum. leikurum og öllum þeim fjölmörgu aðilum sem komu að átakinu þökkum við kærlega fyrir sína aðkomu.

https://www.youtube.com/watch?v=qPP2Xv-JTSs

Herferðin „Ekki humma fram af þér heilsuna“ byggir á rannsóknum

Nýleg rannsókn Krabbameinsfélagsins, Áttavitinn, leiddi í ljós að karlmenn sem greindust með krabbamein eftir að hafa fundið fyrir einkennum biðu margir í langan tíma með að leita til læknis. Hátt í helmingur þeirra beið í þrjá mánuði eða lengur og um þriðjungur af þeim hópi beið í meira en ár. Því fyrr sem krabbamein greinist því betri eru batahorfur. Markmið herferðarinnar var að skora hina óheilbrigðu frestunaráráttu á hólm og fá karlmenn til að fara til læknis þegar þeir finna fyrir einkennum sem bent gætu til krabbameins. Það er óhætt að segja að karlmenn hafi tekið skilaboðin til sín og leituðu margir til félagsins til að fá upplýsingar og ráðleggingar.

https://www.youtube.com/watch?v=2hqSYAiaqoE

Við erum afar stolt og hrærð yfir þessum flotta árangri og full þakklætis í garð þeirra ótalmörgu sem leggjast á árarnar í glímunni við krabbamein karla í Mottumars ár hvert. 

https://www.youtube.com/watch?v=mCS2X8FtSAo