Sjálfsskoðun brjósta
Með því að skoða og þreifa brjóstin reglulega geta konur áttað sig á því hvað er eðlilegt og hvað hefur breyst frá því síðast.
Brjóstaþreifing
Best er að þreifa brjóstin einu sinni í mánuði, um það bil viku til tíu dögum eftir að blæðingar hefjast. Þá eru brjóstin mýkst og auðveldast að greina hnúta.
Eftir tíðahvörf er best að þreifa brjóstin á svipuðum tíma í hverjum mánuði.
Mikilvægt er að leita læknis ef einhver breyting finnst. Rétt er að hafa í huga að flestir hnútar í brjóstum eru góðkynja.
Konur eru hvattar til mæta í skimun fyrir brjóstakrabbameini þegar þær fá boðsbréf, auk þess að þreifa brjóst sín með reglubundnum hætti.
Hér má sjá kennslumyndband og leiðbeiningar um brjóstaþreifingu: