Nýtt krabbamein
Þeir sem hafa farið í gegnum krabbameinsmeðferð eru í lítillega aukinni hættu á að greinast með nýtt krabbamein. Hættan á að greinast með nýtt krabbamein er alvarleg, en afar sjaldgæf, síðbúin aukaverkun.
Bæði geislameðferð og sumar tegundir lyfjameðferðar geta haft krabbameinsvaldandi áhrif. Áhættan er mismunandi eftir því hvaða meðferð fólk gengst undir.
Nýtt krabbamein getur einnig komið fram vegna ákveðinna erfðafræðilegra þátta og/eða vegna þess að fólk er útsett fyrir sömu krabbameinsvaldandi þáttum (t.d. reykingar eða ofþyngd) og áttu mögulega þátt í að valda fyrsta krabbameininu.
Mikilvægt er að hafa í huga að hættan á að fá nýtt krabbamein er lítil.
Hvað er til ráða?
Fólk sem hefur farið í gegnum krabbameinsmeðferð ætti að hafa samband við lækni ef það upplifir breytingar/einkenni sem vara lengur en 2-3 vikur.
Sum krabbamein má rekja til óheilsusamlegra lifnaðarhátta. Mikilvægt er að huga að heilbrigðum lífsstíl, t.d. stunda hreyfingu, borða hollan mat, forðast reykingar og forðast yfirþyngd.