Beint í efni
Kyrrðargöngur

Kyrrð­ar­ganga - Nátt­úr­an er kon­fekt­kassi njóttu hennar með öll­um skyn­fær­un­um þín­um

Kyrrðarganga er róleg ganga í þögn þar sem þú leyfir þér að vera, sjá og heyra, snerta og finna lykt af jólum náttúrunnar. 

Kyrrðargöngur

Hvar finnst þér gott að ganga? Oft göngum við okkar vanabundna hring í okkar vanabundna göngutakti eða strunsum til að koma blóðinu á hreyfingu og komast yfir sem mesta vegalengd á sem stystum tíma. Sem er frábært! En hvað gerist ef við hægjum á?

Kyrrðarganga (Mindfuld Walking) er róleg ganga í þögn þar sem þú leyfir þér að vera; sjá og heyra, snerta, finna lykt og taka eftir andardrætti þínum. Kyrrðargöngur með núvitundaræfingum geta haft jákvæð áhrif á heilsu og vellíðan, streitulosun og endurheimt.

Unnið í samvinnu Krabbameinsfélagsins og Saga story house sem er heilsueflandi fræðslufyrirtæki í eigu Guðbjargar Björnsdóttur, sem er iðjuþjálfi, með Ma-diplomu í jákvæðri sálfræði, og Ingibjargar Valgeirsdóttur, sem er með MBA, Ma - diplomu í jákvæðri sálfræði, og BA - uppeldis- og menntunarfræði.

Saga story house