Beint í efni

Gleð­in er ávallt við völd í Gaml­árs­hlaupi ÍR. Hlaup­um sam­an til góðs á síð­asta degi árs­ins

Frjálsíþróttadeild ÍR efnir til samstarfs við Krabbameinsfélagið með Gamlárshlaup ÍR.

Frjálsíþróttadeild ÍR efnir til samstarfs við Krabbameinsfélagið með Gamlárshlaup ÍR. Hlaupið er skemmtileg blanda af keppnishlaupi, áramótaskemmtun og fjölskyldusamveru. Gleðin er ávallt við völd í Gamlárshlaupi ÍR, hvernig sem viðrar, en auk hefðbundinna keppnisbúninga mæta fjölmargir til leiks íklæddir grímubúningum.

Hlaupið er haldið á gamlársdag, 31. desember og er ræst stundvíslega klukkan 12:00 frá Hörpunni. Hlaupið er 10km en einnig er boðið uppá 3 km skemmtiskokk. Ekki er tímataka í skemmtiskokki. Skráðu þig í hlaupið hér.

Þátttakendur geta hlaupið til styrktar Krabbameinsfélaginu auk þess sem almenningi gefst kostur á að heita á hlaupara og leggja þannig baráttunni gegn krabbameinum lið. Áheitasíða Krabbameinsfélagsins er hér.