Beint í efni

Taktu prófið! Hvað veistu um krabba­mein?

Þriðji hver einstaklingur greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Taktu prófið og sjáðu hvað þú veist um krabbamein á Íslandi.

Hvað veistu um krabbamein?

1 Flest krabbameinstilfelli á Íslandi greinast fyrir 55 ára aldur.

2 Fimm ára lífshorfur þeirra sem greinast með krabbamein hafa meira en tvöfaldast frá því skráning krabbameina hófst árið 1954.

3 Um 80% íslenskra kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein lifa lengur en fimm ár.

4 Skipuleg leit að leghálskrabbameini kemur í veg fyrir að margar konur deyi af völdum þess krabbameins.

5 Talið er að um 40% krabbameina skýrist af arfgengum þáttum.

6 Fólk getur lítið gert til að draga úr líkum á að fá krabbamein.

7 Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein kvenna á Íslandi og krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein íslenskra karla.

8 Tilfellum magakrabbameins hefur fækkað á síðustu áratugum.