Beint í efni

Taktu prófið! Skiman­ir fyr­ir leg­háls- og brjósta­krabba­mein­um

Fræðslupróf með 17 spurningum.
Hvað veistu um skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum?

Skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum

1 Með leghálsskimun er fyrst og fremst verið að reyna að koma í veg fyrir að krabbamein nái að myndast.

2 Í skimun fyrir brjóstakrabbameini þreifar ljósmóðir eða læknir brjóst viðkomandi konu.

3 Leghálsskimanir fara nú fram á heilsugæslustöðvum úti um allt land.

4 Ef kona finnur fyrir einhverjum óvenjulegum breytingum í brjósti eða handarkrika ætti hún að bíða eftir næsta boði í skimun og láta vita þá af breytingunum.

5 Konur fá fyrsta boð í skimun fyrir brjóstakrabbameini þegar þær ná 55 ára aldri.

6 Konur ættu að mæta í skimun fyrir leghálskrabbameini þó að þær finni ekki fyrir neinum einkennum.

7 Eftir tíðahvörf er miklu minni ástæða fyrir konur að fara reglulega í brjóstaskimun.

8 Skimun fyrir leghálskrabbameini kemur í veg fyrir að margar konur deyi af völdum þess meins.

9 Konur sem mæta reglulega í skimun fyrir brjóstakrabbameini þurfa ekki að þreifa brjóstin reglulega.

10 Það tekur um hálfa klukkustund að taka frumusýni frá leghálsi í leghálsskimun.

11 Skimun fyrir brjóstakrabbameini fer nú fram í Heilsugæslustöðinni í Árbæ.

12 Leghálskrabbamein greinist aðallega hjá konum sem eru eldri en 60 ára.

13 Markmið brjóstaskimunar er að greina krabbamein á byrjunarstigi áður en nokkur einkenni koma fram.

14 Leghálsskimun er nú næstum gjaldfrjáls en greiðsla fyrir brjóstaskimun hefur ekki lækkað.

15 Konur ættu að mæta í skimun þó þær hafi fengið HPV-bólusetningu gegn leghálskrabbameini (byrjað var að bólusetja 12 ára stúlkur á Íslandi 2011).

16 Þátttaka kvenna á Íslandi í legháls- og brjóstaskimunum er með því allra hæsta sem gerist á Norðurlöndunum.

17 Almennt bjóða heilbrigðisyfirvöld í löndum sem við berum okkur saman við upp á skimanir fyrir fjölmörgum tegundum krabbameina.

Viltu vita hvernig þér gekk?