Beint í efni

Taktu prófið! Sól­in

Þó sólin sé mikill gleðigjafi er nauðsynlegt að  verja sig fyrir geislum hennar.  Þannig drögum við úr áhættu á húðkrabbameini og ótímabærri öldrun húðarinnar. Taktu prófið hér að neðan til að kanna þekkingu þína á því hvernig við verjum okkur fyrir sólinni.

Taktu prófið, sólin

1 Líklega væri hægt að koma í veg fyrir meira en 80% tilfella húðkrabbameina ef allir færu eftir ráðleggingum um sólarvarnir og enginn færi í ljósabekki

2 Á Íslandi er sólin svo dauf að sjaldan þarf að bera á sig sólarvörn nema á einstaka sólríkum dögum yfir sumarmánuðina

3 Mestu líkurnar eru á að verða fyrir húðskemmdum af völdum sólargeisla á andliti og hálsi

4 Þegar skýjað er þarf ekki að huga að sólarvörnum

5 Börn eru með ungar, öflugar húðfrumur og þola því sólargeislana mun betur en fullorðnir

6 Ef maður passar að bera á sig sólarvörn endurtekið yfir daginn er manni óhætt að vera langdvölum í sólinni

7 Jafnvel þeir sem eru með mjög dökka húð eiga að nota sólarvörn

8 Þegar fólk er komið yfir miðjan aldur er sjaldan þörf á að huga mikið að því að verja húðina þar sem ekkert er hægt að gera við þeim skemmdum sem þegar eru til staðar og litlu breytir hvort passað sé sérstaklega vel upp á húðina þaðan í frá

9 Alltaf ætti að velja sólarvörn með SPF (sun protection factor) styrk 30 eða hærri

10 Þó að fólk haldi sig algerlega í skugga úti við (t.d. undir sólhlíf), ætti samt að nota sólarvörn

11 Gott er að fara í ljósatíma snemma að vori til að undirbúa húðina fyrir komandi sólartíð, þá er maður búinn að koma sér upp brúnum húðlit sem ver húðina svo fyrir sólskaða

12 Sólarvörn ætti að bera á um leið og farið er út í sólina

13 Það þarf að vera lengi í sólskini yfir sumarmánuðina á Íslandi til húðin myndi nóg D-vítamín

14 Sólarljós samanstendur af mismunandi geislum og af þeim geta tvær tegundir útfjólublárra geisla (UVA og UVB) skaðað húðina. Gæta þarf að því að nota sólarvörn sem verndar gegn báðum gerðunum.