Ása Sigríður Þórisdóttir 29. feb. 2024 : Köllum kalla þessa lands út!

Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak tileinkað krabbameinum hjá körlum hefst í dag. Kallaútkall er yfirskrift átaksins í ár þar sem lögð er áhersla á forvarnargildi hreyfingar. Regluleg hreyfing dregur úr hættunni á krabbameinum, en allt of margir karlmenn hreyfa sig ekki nóg til að njóta þessara verndandi áhrifa. Það þarf ekki nema örfáar mínútur af hreyfingu á dag til að ná fram jákvæðum áhrifum.

Ása Sigríður Þórisdóttir 28. feb. 2024 : Upp með sokkana og í Mottumarshlaupið 2024

Komdu með í fyrsta Mottumarshlaup Krabbameinsfélagsins sem haldið verður á hlaupársdeginum 29. febrúar. Við lofum stuði og stemmningu um leið og við hreyfum okkur til stuðnings góðum málstað!

Ása Sigríður Þórisdóttir 27. feb. 2024 : Sjöunda árið í röð fær forsetinn fyrsta parið

Forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni hefur frá árinu 2018 verið afhent fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars, árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki sem tileinkað er krabbameinum hjá körlum. Forsetinn hefur sýnt verkefninu ómetanlegan stuðning í gegnum árin.

Ása Sigríður Þórisdóttir 27. feb. 2024 : Mottumarssokkarnir hannaðir af AS WE GROW

Það eru þær Gréta Hlöðversdóttir, Snæfríð Þorsteins og Kamilla Henriau sem eru hugmyndasmiðirnir og hönnuðirnir á bakvið sokkana sem eru einstaklega fallegir. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 16. feb. 2024 : Veruleg ánægja með námskeiðið og hefur fólk ekki látið misgott veður stöðva sig

Göngurnar eru leiddar af leiðsögumönnum frá Ferðafélaginu sem jafnframt fræða um ýmislegt áhugavert sem tengist þeim slóðum sem gengið er um. Rúmlega fjörutíu þátttakendur á námskeiðinu sem mun standa alveg fram í júní.

Guðmundur Pálsson 12. feb. 2024 : Kastað til bata: Konum boðið til veiðiferðar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í verkefnið „Kastað til bata“ sem er endurhæfingarverkefni á vegum Brjóstaheilla - Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélagsins og styrktaraðila, þar sem konum er boðið til veiðiferðar.

Ása Sigríður Þórisdóttir 9. feb. 2024 : Endurskoðaðar ráðleggingar embættis landlæknis um hreyfingu

Embætti landlæknis kynnti endurskoðaðar ráðleggingar um hreyfingu ásamt því að setja lífshlaupið 2024 af stað í samstarfi við Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands.

Ása Sigríður Þórisdóttir 7. feb. 2024 : Styrkir til Krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins óskar eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 4. mars. Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. 45 rannsóknarverkefni af fjölbreyttum toga hafa fengið styrki úr sjóðnum frá árinu 2017.

Ása Sigríður Þórisdóttir 6. feb. 2024 : Fréttir af aðstöðu dagdeildar á Landspítala

Afar bág aðstaða dagdeildar blóð- og krabbameinslækninga á Landspítala, þar sem flestir í krabbameinslyfjameðferð hér á landi fá sína meðferð, hefur lengi verið til umræðu. Krabbameinsfélagið hefur fylgst með málinu og reglulega leitað frétta af því. Í síðustu viku áttu Hlíf Steingrímsdóttir, formaður félagsins, og Halla, framkvæmdastjóri, fund með forstjóra Landspítala og fleiri stjórnendum um málið. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 4. feb. 2024 : Krabbamein - hafa allir sömu möguleika?

Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn er í dag 4. febrúar. Dagurinn er alþjóðlegur árveknidagur um krabbameinstengd málefni. Á vegum UICC - Alþjóðasamtaka gegn krabbameinum er áherslan þriðja árið í röð lögð á að draga úr ójöfnuði í tengslum við krabbamein, enda málið brýnt.


Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?