Vísindaráð Krabbameinsfélags Íslands
Í Vísindaráði Krabbameinsfélags Íslands sitja níu einstaklingar. Stjórn Krabbameinsfélagsins skipar ár hvert þrjá aðila í ráðið til þriggja ára í senn.
Vísindaráð Krabbameinsfélagsins
Hlutverk Vísindaráðs Krabbameinsfélags Íslands er að fjalla faglega um umsóknir um styrki í Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins og Norræna krabbameinssambandsins, NCU. Stjórn Krabbameinsfélags Íslands getur auk þess óskað umsagnar ráðsins um vísindaleg málefni.
Eftirfarandi aðilar skipa Vísindaráð Krabbameinsfélagsins árið 2024:
- Þórunn Rafnar, formaður, deildarstjóri krabbameinsrannsókna hjá DeCode
- Heiðdís Valdimarsdóttir, sálfræðingur og prófessor í HR
- Judith Amalía Guðmundsdóttir, sérfræðingur í barnalækningum og gigtlækningum barna og aðjúnkt við HÍ
- Kristinn Pétur Magnússon, prófessor í sameindaerfðafræði við HA
- Laufey Ámundadóttir, vísindamaður á National Cancer Institute
- Sigurður Yngvi Kristinsson, blóðsjúkdómalæknir og prófessor í HÍ
- Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar og prófessor í HÍ
- Þórður Óskarsson, doktor í sameindalíffræði við Moffitt Cancer Center
Var efnið hjálplegt?
Gott að vita, takk!