Þegar foreldri deyr
Þegar foreldri deyr
Ráðgjafar Krabbameinsfélagsins veita ráðgjöf og stuðning til fagfólks skóla og heilsugæslu sem starfar með börnum eftir andlát foreldra. Þar starfa sálfræðingar, hjúkrunarfræðingar og félagsráðgjafar.
Ráðgjöf og stuðningur fyrir skóla og heilsugæslu.
Þegar foreldri deyr þurfa börn langvarandi stuðning. Börn eru mismunandi og þurfa því mismunandi stuðning, þó margt sé sameiginlegt. Leiðbeiningar varðandi stuðning við börn í sorg má nálgast hér.
Áfallaáætlun
Samkvæmt Aðalnámsskrá skulu leik- og grunnskólar hafa sérstaka áfallaáætlun sem hugsuð er sem vinnuáætlun um hver gerir hvað, í hvaða röð og hvernig til að geta á sem faglegastan hátt brugðist við skyndilegum áföllum nemenda líkt og þegar foreldri deyr.