Beint í efni
Styrkleikarnir Egilsstöðum 2024

Taktu þátt

Viðburðurinn er opinn öllum sem vilja sýna stuðning í verki. Fjölskyldur, vinahópar, fyrirtæki og félagasamtök geta skráð sig sem lið og unnið saman að því að hafa fulltrúa á hreyfingu með boðhlaupskefli allan sólarhringinn. Algengt er að liðsfélagar skiptist á að ganga í einn til tvo tíma í senn. Þetta er ekki keppni heldur snúast Styrkleikarnir um samstöðu, samveru og samtakamátt liðanna í að styðja við, heiðra eða minnast einstaklinga sem hafa fengið krabbamein.

Liðin gefa viðburðinum líf!

Liðin og einstaklingarnir í liðunum er það sem gefur viðburðinum lit. Styrkleikarnir eru kjörið tækifæri til þess að hrista saman fjölskyldur og hópa með sameiginlegt markmið. Hvert lið ákveður hversu mikið það vill leggja í sína þátttöku en því meira sem liðið vinnur saman að því að gera viðburðinn einstakan því stærri verður upplifunin fyrir hvern og einn.

Algengar spurningar

Kostar eitthvað að taka þátt í Styrkleikunum?

Nei, það kostar ekkert að taka þátt í Styrkleikunum. Viðburðurinn er opinn öllum, bæði þátttakendum og gestum fyrir sólarhringinn

Hvernig skrái ég lið á Styrkleikana?

Þú byrjar á að fara inn hér og búa þér til aðgang. Þegar þú ert komin(n) með aðgang getur þú skráð lið á Styrkleikana. Þú verður þá titlaður liðsins og hefur aðgang að því þegar liðsfélagar bætast í hópinn.

Þarf ég að ganga alla sólarhringinn?

Nei, hver og einn þátttakandi gengur eins og hann vill. Liðið sem viðkomandi er skráður í skiptir með sér sólarhringnum til þess að gæta þess að boðhlaupskeflið sé á hreygingu allan tímann. Hins vegar er það ákvörðun hvers og eins hversu mikið eða lengi viðkomandi gengu/hleypur

Get ég verið með börn með mér á Styrkleikunum?

Já, öll börn eru velkomin á Styrkleikana og eitthvað verður um að vera fyrir alla yfir daginn og fram á kvöld.

Hvað er Ljósastundin?

Ljósastundin er fastur dagsskrárliður á Styrkleikunum um allan heim. Hún er haldin þegar dimma tekur og kveikt er á kertum í ljósberum sem þátttakendur hafa keypt og skreytt yfir daginn. Í ljósastundinni leyfum við okkur að minnast þeirra sem við höfum misst og vera þakklát fyrir þá sem við höfum fengið að hafa hjá okkur.

Hver get ég keypt ljósbera fyrir Ljósastundina?

Í upplýsingatjaldinu eru ljósberarnir seldir en oft einnig er hægt að nálgast þá í matartjaldinu á viðburðinum. Í nágrenni við upplýsingatjaldið er svo aðstaða til þess að skreyta ljósberana.

Getum við keypt boli fyrir liðsfélaga?

Já, bolir verða seldir með áletrun fyrir liðið áður en að viðburðinum kemur. Hægt er að kaupa boli hér. Einnig eru slíkar upplýsingar sendar á tölvupósti til allra liðsstjóra. Einnig er hægt að kaupa boli á staðnum en þá án áletrunar.

Hvers vegna eru liðin með tjöld og hvar getum við nálgast tjald?

Það er gott að vera með tjald fyrir liðið sem heimastöð á meðan Styrkleikunum stendur. Þar geta liðsfélagar geymt dót og annað á meðan viðburðinum stendur en einnig er hægt að nota tjaldið sem hópefli og samkomustað fyrir liðsfélaga og aðstandendur. Stórt samkomutjald verður á svæðinu þar sem öll lið fá aðstöðu.

Sjálfboðaliðar

Styrkleikarnir væru ekki til án sjálfboðaliða sem bera uppi starfið við undirbúning og framkvæmd viðburðarins. Verkefnin sem þarf að leysa eru fjölbreytt og því geta allir nýtt sýna þekkingu og reynslu fyrir viðburðinn, ásamt því að bæta við sig reynslu ef þess er óskað.

Það þarf margar hendur til að halda Styrkleikana, bæði við undirbúning og ekki síst á viðburðinum sjálfum. Verkefnin sem sjálfboðaliðar taka að sér eru fjölbreytt, við leitum að einstaklingum með fjölbreytta reynslu og bakgrunn. Það eru verkefni fyrir alla, hvort sem fólk er að stíga sín fyrstu skref í undirbúningi viðburða eða býr yfir mikilli reynslu. 

Verkefnum er skipt upp á milli hópa, hópstjórar tryggja svo að allir þættir viðburðarins passi saman svo úr verði einstök upplifun þátttakenda og gesta. 

Sjálfboðaliðar fá stuðning og þjálfun frá starfsfólki Krabbameinsfélags Íslands í þeim verkefnum sem unnið er að. Á meðan unnið er að verkefnum fyrir félagið eru allir sjálfboðaliðar tryggðir.

Að vera sjálfboðaliði hjá Krabbameinsfélaginu er kjörið tækifæri til þess að láta gott af sér leiða, vera hluti af frábærum hópi einstaklinga og ná sér í reynslu og þekkingu í leiðinni.