Beint í efni

Um átakið

Hlúðu vel að þér, kæri aðstandandi - „Þú breytir öllu“

Í ár er sjónum beint að aðstandendum undir slagorðinu Þú breytir öllu. Við viljum þakka þeim sem hvorki búast við né ætlast til að fá þakkir, fólkinu sem er svo mikilvægt en á það til það að gleymast – aðstandendum. Við vekjum athygli á aðstæðum þeirra, því mikilvæga hlutverki sem þeir gegna í alvarlegum veikindum en líka þeim áhrifum sem veikindi ástvinar hafa óhjákvæmilega á líf þeirra.

Aðkoma aðstandenda getur skipt sköpum fyrir batahorfur og lífsgæði þeirra sem glíma við krabbamein. Á sama tíma getur hlutverk aðstandandans verið verulega krefjandi enda taka flestir á sig aukna ábyrgð og ný hlutverk þegar ástvinur greinist og álagið getur verið mikið. Eðlilegt er að setja þarfi­r ástvinar í forgang á meðan tekist er á við veikindin en einnig er mikilvægt að nánir aðstandendur hlúi að eigin heilsu, það gagnast bæði þeim og ástvini þeirra.

Krabbameinsfélagið býður aðstandendum ókeypis ráðgjöf, fræðslu og stuðning. Það getur verið gott að setjast niður og ræða málin. Ráðgjafar okkar, sálfræðingar, hjúkrunarfræðingar og félagsráðgjafar, erum tilbúnir að hlusta og liðsinna aðstandendum.

Hægt er pantað tíma í síma 800-4040 eða radgjof@krabb.is eða koma við hjá okkur í Skógarhlíð 8.

Information in English about the Pink Ribbon campaign 2024.