Bleiki dagurinn 2024
Á Bleika deginum hvetjum við landsmenn til að vera bleik - fyrir okkur öll bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.
Bleiki dagurinn verður miðvikudaginn 23. október.
Ýmsar hugmyndir
- Bleikt morgunkaffi
- Bleikur hádegisverður
- Skreyta vinnustaðinn
- Klæðast einhverju bleiku
- Hafa verðlaun fyrir fatnað og skreytingar
Vinir Bleiku slaufunnar
Vinir Bleiku slaufunnar eru fyrirtæki sem bjóða fram tilteknar vörur og þjónustu þar sem hluti andvirðisins rennur beint til átaksins.
- Skoða Vini Bleiku slaufunnar
Sum þessara fyrirtækja leggja sig sérstaklega fram um að bjóða vöru og þjónustu í tilefni Bleika dagsins, miðvikudaginn 23. október - hér að neðan eru nokkur dæmi:
- Í bleiku viku Elko, dagana 21. - 27. október, mun 10% af öllum seldum bleikum vörum renna til Bleiku slaufunnar.
- Heilsunudd- og snyrtistofan Dharma heilsa býður upp á Góðgerðarnudd á Bleika daginn og rennur ágóði dagsins til Bleiku slaufunnar.
- Power Move Studio býður í bleikt zumba-partý á Bleika daginn kl. 18:00. Öll framlög þátttakenda renna til Bleiku slaufunnar.
- 10% af bleikum vörum hjá 17 sortum renna til Bleiku slaufunnar.
- Gulli Arnar býður upp á sérstakan bleikan eftirrétt og rennur 60% andvirðisins til Bleiku slaufunnar á Bleika daginn.
- Bakarameistarinn býður upp á úrval af bleikum vörum á Bleika daginn og rennur 15% söluvirðis til Bleiku slaufunnar.
- Hjá Sykurverk er hægt að panta kökur og bollakökur með merki Bleiku slaufunnar fyrir Bleika daginn. 20% af sölunni rennur til átaksins.
- Dagana 14.-23. október rennur 15% af sölu bleikra vara hjá Tertugallerý Myllunnar til Bleiku slaufunnar.
- Mosfellsbakarí selur bleika snúða, muffins, kleinuhringi, möndlukökur og súkkulaðitertur á Bleika daginn og 15% söluandvirðis rennur til Bleiku slaufunnar.
- Taktikal gefur 100 kr. af hverri rafrænni undirritun sem gerð er í kerfum Taktikal á Bleika daginn.
- Á Bleika daginn renna 15% af öllum bleikum vörum Hlaupárs til Bleiku slaufunnar.
- Verslunin Kuldi selur vörur til stuðnings Bleiku slaufunni á Bleika daginn.
Sendið sögur og myndir
Við hvetjum alla til að senda okkur skemmtilegar, bleikar myndir af sér og vinahópum eða vinnufélögum á netfangið bleikaslaufan@krabb.is og munum við birta þær hjá okkur á facebooksíðu Bleiku slaufunnar. Merkið myndirnar #bleikaslaufan