Beint í efni
Anna-Maria

Saga Önnu Maríu: Mér var bók­staf­lega bara kippt úr sam­fé­lag­inu

Anna María E. Guðmundsdóttir greindist með ristilkrabbamein vorið 2021. Það gerðist allt mjög hratt í kjölfarið og upplifði hún eins og henni væri kippt fullhraustri út úr samfélaginu. Hún segir samstöðu veita kærleik á þeim tíma sem mest þörf er á honum og upplifði að ættingjar og vinir umvefðu hana og sýndu henni samstöðu í gegnum ferlið. 

Anna María E. Guðmundsdóttir greindist með ristilkrabbamein vorið 2021. Það gerðist allt mjög hratt í kjölfarið. „Mér var bókstaflega bara kippt úr samfélaginu, frá því að vera fullhraust yfir í að vera greind með þriðja stigs krabbamein.“ Í dag fer hún á sex mánaða fresti í skimun og þarf að vera krabbameinslaus í fimm ár til að vera útskrifuð.

Anna María greindist í covid og notaði heimasíðu Krabbameinsfélagsins til að afla sér upplýsinga um sjúkdóminn.

„Ég vissi að þarna gat ég fengið réttmætar upplýsingar, á mannamáli og með góðum skýringarmyndum.“

Á heimasíðunni aflaði hún sér líka verkfæra til að nýta við að efla heilsu sína upp á eigin spýtur, m.a. varðandi mataræði og hreyfingu. Hún segir hafa komið sér á óvart hvað forgangsröðunin í lífinu hafi skyndilega breyst og segir algjöran lúxus að geta leyft sér að eyða tíma. 

„Í dag er ég komin aftur í einhverja tóma vitleysu, en það er líka lúxus sem ég hef efni á núna. Að eyða tíma í vitleysu.“

Anna María segir samstöðu veita kærleik á þeim tíma sem mest þörf er á honum. Hún upplifði að ættingjar og vinir umvefðu hana á meðan hún gekk í gegnum sínar meðferðir og sýndu henni samstöðu.

Viðtalsupptaka Önnu Maríu E. Guðmundsdóttur: