Hannar þú Bleiku slaufuna 2025?
Leit er hafin að hönnuði Bleiku slaufunnar 2025. Frestur til að senda inn tillögur er til og með 9. desember 2024.
Einstakt tækifæri til að taka þátt í verkefni með stórt hjarta og styðja í leiðinni við fjölbreytt starf Krabbameinsfélagsins sem allt miðar að því að færri fái krabbamein, fleiri læknist, lifi lengi og njóti lífsins – með og eftir krabbamein. Sjá nánari upplýsingar um starfsemi félagsins hér.
- Ef þú hefur áhuga fylltu út formið hér.
- Frestur til að senda inn tillögur er til og með 9. desember.
- Ef þú hefur einhverjar spurning sendu tölvupóst á bleikaslaufan@krabb.is.
Hönnuður Bleiku slaufunnar 2024 var Sigga Soffía
Bleika slaufan í 25 ár
Bleika slaufan kom upprunalega til landsins í gegnum heildverslunina Artica árið 2000 og var dreift í verslanir en fólk gat styrkt baráttuna gegn brjóstakrabbameinum með framlögum sem runnu til Krabbameinsfélagsins og Samhjálpar kvenna. Fyrstu árin var Bleika slaufan afar einföld og úr taui en hún festi sig hratt í sessi og var þegar árið 2002 orðið árlegt árveknisátak Krabbameinsfélagsins, sem þjóðin fylkti sér á bak við. Hægt er að lesa nánar um sögu Bleiku slaufunnar á Íslandi hér.