Bleikt málþing 19. október: Skógarhlíð 8 - kl. 17:00-18:30. Streymi í boði.
Bleikt málþing um brjóstakrabbamein á vegum Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Krabbameinsfélagsins. Málþingið verður í húsnæði Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, fimmtudaginn 19. október kl. 17:00-18:30.
Málþinginu verður streymt á streymisveitu Krabbameinsfélagsins.Skráning á málþingið hér.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
DAGSKRÁ
Setning: Guðrún Kristín Svavarsdóttir, stjórnarkona í Brjóstaheillum – Samhjálp kvenna.Þátttaka í skimun fyrir brjóstakrabbameini á Íslandi
Álfheiður Haraldsdóttir og Hrefna Stefánsdóttir, sérfræðingar á Rannsókna- og skráningarsetri Krabbameinsfélagsins.Skrepp í skimun, kynning á átaki til að auka mætingu í brjóstaskimun
Svanheiður Lóa Rafnsdóttir, yfirlæknir á Brjóstamiðstöð Landspítala og sérfræðingur í brjóstaskurðlækningum.Úr Áttavitanum, reynsla kvenna sem greinst hafa með krabbamein
Sigrún Elva Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu.Í kjölfar brjóstakrabbameins:
Síðbúnar afleiðingar eftir meðferð
Vigdís Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu.
Andhormónar – aukaverkanir og aðstoð við sjúklinga
Þóra Þórsdóttir, sérfræðingur í krabbameinshjúkrun, starfar á Brjóstamiðstöð og er teymisstjóri brjóstateymis 11B Landspítala.
Þróun aukins stuðnings við lok krabbameinsmeðferða á Brjóstamiðstöð Landspítala
Rannveig Björk Gylfadóttir, sérfræðingur í krabbameinshjúkrun, starfar á Brjóstamiðstöð og í endurhæfingarteymi Landspítala fyrir krabbameinsgreinda.„Það þarf að segja góðar sögur" - Reynslusaga af því að fá brjóstakrabbamein
Melkorka Matthíasdóttir, jarðfræðingur og leirlistakona.Samantekt
Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameisfélagsins.
Fundarstjóri: Guðrún Gunnarsdóttir, varaformaður FKA - Félags kvenna í atvinnulífinu og deildarstjóri heilbrigðissviðs Fastus.