Andaðu léttar: Öndun og líkamsslökun
Öndunaræfingar og líkamsslökun sem hjálpa þér að slaka á taugakerfinu og stuðla að jafnvægi og vellíðan.
Í þessarri æfingu ertu leidd/ur í gegnum öndunaræfingar og líkamsslökun sem hjálpa þér að slaka á taugakerfinu og stuðla að jafnvægi og vellíðan. Við mælum með því að þú gerir daglega öndunaræfingar en rannsóknir sýna ótvírætt fram á jákvæð áhrif þeirra á líkama og sál. Djúpöndun getur haft jákvæð áhrif á starfsemi hjarta og lungna og einnig dregið úr steitu, minnkað kvíða og framkallað slökun.
Komdu þér vel fyrir á notarlegum stað þar sem þú verður fyrir sem minnstri truflun. Það er gott að hafa stuðning við bakið þannig að hryggjarsúlan sé bein. Það er líka í góðu lagi að gera þessar æfingar í liggjandi stöðu.
Njóttu vel!
- Upptakan nýtur sín best ef þú tengir hátalara við tölvuna eða hlustar með heyrnartólum.