Beint í efni

Liðs­stjór­inn og hlut­verk hans

Fyrir hverjum hópi fer einn liðsstjóri sem hefur það hlutverk að halda utan um hópinn og vera tengiliður við fulltrúa Styrkleikanna.

Boðið er upp á liðsstjórafund til þess að fara yfir praktísk atriði varðandi Styrkleikana áður en að viðburði kemur.

Helstu verkefni liðsstjóra:

  • Sameina hópinn sem skráður er í liðið þitt (facebook hópur er mjög algengt hjálpartæki). Liðsstjóri fær skilaboð þegar nýr aðili skráir sig í liðið
  • Ákveða hvernig liðið vill hafa sinn sólarhring. 
    • Viljið þið leigja tjald til þess að vera með „heimastöð“ allan sólarhringinn?
    • Viljið þið vera með uppákomur sjálf?
      T.d. selja vöfflur eða eitthvað annað frá ykkar heimasvæði?
    • Viljið þið vera með þema, kaupa eins boli, eða annan klæðnað?
      Oft byggir þetta á því sem sameinar liðið
    • Viljið þið safna áheitum fyrir hvern hring sem liðið fer?