Notendaráð
Hagsmunagæsla þeirra sem veikjast af krabbameinum og aðstandenda þeirra.
Notendaráð
Eitt af hlutverkum Krabbameinsfélagsins er að gæta hagsmuna þeirra sem veikjast af krabbameinum og aðstandenda þeirra. Til að geta sinnt því hlutverki sem best þarf félagið að vita hvað skiptir þau mestu máli og geta fengið þeirra sýn á ýmis mál.
Krabbameinsfélagið hefur því stofnað Notendaráð Krabbameinsfélagsins og býður þér að vera með.
Þú getur verið þátttakandi í Notendaráði Krabbameinsfélagsins ef þú
- hefur fengið krabbamein
- ert aðstandandi einhvers sem hefur fengið krabbamein
- hefur misst einhvern nákominn úr krabbameini
Þátttakendur í Notendaráðinu eru 18 ára og eldri og miðað er við að ekki séu liðin meira en sex ár síðan þau eða aðstandendur þeirra luku krabbameinsmeðferð.
Þátttaka í Notendaráðinu felst í að svara spurningum sem tengjast því að lifa með krabbamein. Þátttakendur í ráðinu þurfa ekki að vita eitthvað ákveðið eða búa yfir ákveðinni þekkingu til þess að vera hluti af ráðinu – það er reynsla hvers og eins sem skiptir máli og Krabbameinsfélagið vill heyra af.