Bleika slaufan
Sjáðu auglýsingu Bleiku slaufunnar 2025
Í Bleiku slaufunni í ár gefur við þeim orðið sem reynsluna hafa. Hlustum á þær sem þekkja best þá list að lifa með ólæknandi krabbameini.
Saga Thelmu Bjarkar, hönnuðar slaufunnar í ár er ein saga af fjölmörgum, holl áminning um að lífið er alls konar og við veljum hvernig við tökumst á við það.
Allt starf okkar hjá Krabbameinsfélaginu miðar að því að færri fái krabbamein, fleiri læknist, lifi lengi og njóti lífsins með sínu fólki, með og eftir krabbamein.

Hönnuður Bleiku slaufunnar í ár er Thelma Björk Jónsdóttir
Thelma Björk er menntaður fatahönnuður og listakona og vinnur mikið með rósettur í sinni hönnun. Hún greindist með brjóstkrabbamein með meinvörpum árið 2024 og lifir því með ólæknandi krabbameini.


Bleiki dagurinn var miðvikudaginn 22. október
Fjölmargir tóku þátt í Bleika deginum í ár og lýstu skammdegið upp í bleikum ljóma til að minna á að það er list að lifa með krabbameini.
Við hvetjum fólk til að senda okkur myndir á netfangið bleikaslaufan@krabb.is og við komum þeim fyrir á myndasíðu Bleika dagsins á Facebook.

Reynslusögur
 - Hugsar meira um að lifa í núinu- Guðrún Einarsdóttir greindist með blóðkrabbamein árið 2015. Hún fann fyrir ótta og kvíða við greiningu en í dag lifir hún í sátt við sjúkdóminn. Segist kunna betur að meta lífið, finni fyrir þakklæti og hugsar meira um að lifa í núinu. 
 - Með verkfærakassa fullan af bjargráðum
 - Persónugerir krabbameinið og talar við það
 - Oft gott að setjast niður með hlutlausum aðila
 - Einhvern veginn heldur maður alltaf áfram
Bleikar fréttir
 - Takk fyrir konuna í Bleiku búðinni- Hanna frá Jaðri leikur sér með tungumálið í listsköpun sinni. Tvö verka hennar, með viðeigandi áletruninni Takk fyrir konuna, eru nú til sölu í Bleiku búðinni og rennur ágóðinn óskiptur til Bleiku slaufunnar. 
 - Við hættum fyrr á morgun
 - Krabbameinsfélagið og TM hvetja konur til að mæta í brjóstaskimun
 - Hugsar meira um að lifa í núinu
 - Með verkfærakassa fullan af bjargráðum
Vinir Bleiku slaufunnar
Fræðsluefni: Ólæknandi krabbamein
Að lifa með ólæknandi krabbameini er krefjandi áskorun og það er flestum þungbært að fá þær fréttir að sjúkdómurinn sé ekki á læknanlegum vegi. Í sumum tilvikum þróast sjúkdómurinn hratt, en sífellt fleiri lifa lengi með langvinnt ólæknandi krabbamein, þökk sé framþróun í greiningu og meðferðum.


Vissir þú að ...
- 0123456789012345678901234567890123456789ókeypis viðtöl veittu ráðgjafar Krabbameinsfélagsins fólki með krabbamein og aðstandendum þeirra. 
- 012345678901234567890123456789er árlegur meðalfjöldi þeirra kvenna sem greindust með krabbamein hérlendis árin 2020-2024? 
- 012345678901234567890123456789milljónir voru veittar úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins til 58 íslenskra krabbameinsrannsókna 2017-2025. 
Skráðu þig í Vinkonuklúbb Bleiku slaufunnar
Vinkonuklúbb Bleiku slaufunnar var ýtt úr vör í október 2018 og eru vinkonurnar nú yfir 10.000 talsins. Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á að hvetja konur til að mæta í skimanir fyrir krabbameinum og að minna líka vinkonur sínar á. Ýmsum öðrum upplýsingum er miðlað, m.a. um það hvernig draga megi úr líkum á krabbameinum, hvaða einkennum ætti að bregðast við og fleiri upplýsingar sem miða að því að efla heilsu kvenna.
Sem vinkona þiggur þú tölvupósta nokkrum sinnum á ári með fróðleik og hvatningu.
Við bjóðum allar nýjar vinkonur velkomnar!

Ráðgjöf og stuðningur þér að kostnaðarlausu
Þjónusta félagsráðgjafa, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga Krabbameinsfélagsins er í boði í greiningarferli, meðferð eða að lokinni meðferð, á íslensku, ensku og pólsku. Þjónustan er líka fyrir aðstandendur.









